Undarlegt

Mér finnst svolítið undarlegt að stöðva menn sem ekki eru eftirlýstir og jafnvel, í einhverjum tilvikum, ekki á sakaskrá. Hér var dælt inn fólki frá Austur Evrópu til að vinna störf sem við nenntum ekki að vinna og margir þeirra voru eftirlýstir og með langa sakaskrá. Einn var að mig minnir eftirlýstur fyrir tvöfalt axarmorð. Ef við viljum vernda borgarana þá verður það sama að ganga yfir all sem hingað koma, ekki bara þá sem klæða sig í leðurjakka og keyra um á mótorhjóli.

Mér finnst mun mikilvægara að þeir sem hingað koma til að vinna og búa hér þurfi að hafa hreynt sakavottorð en þeir sem koma hingað yfir eina helgi.

Það má vel vera að Hells Angels séu allir glæpamenn en við höfum samt hleypt mun verra fólki inn í landið en þeim.

Ég er sjálfur með hreina sakaskrá;).


mbl.is 12 vísað frá landinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er rétt hjá þér að auðvitað eiga útlendingar, sem koma hingað í vinnu að framvísa sakaskrá , annað er heimskulegt eins og staðan er í samfélögunum í dag , en hitt er víst að flestir félagsmenn í Hell Angels eru sakamenn og á sakaskrá og þeim er útvísað. Ef einhver hefur óflekkað mannorð samkvæmt sakaskrá, þá er ekki hægt að útvísa viðkomandi. Ég man bara eftir einu þannig dæmi þegar Hell Angels kom til Íslands fyrir nokkrum árum og var sá maður vaktaður af lögreglu allan tímann sem hann dvaldi í landinu, sem var gott mál.

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 10:41

2 identicon

Vítisenglarnir eru dæmdir ofbeldismenn og sölumenn Dauðann (fíkniefna). Einnig er Fáfnismaðurinn Jón Trausti Lúthersson dæmdur ofbeldismaður. Ég er sjálfur Hafnfirðingur, vil ég vera lamdur í rot af þessum ógeðum. Nei, ég vil búa við öryggi, ekki ótta. Ef þið væruð Hafnfirðingar, vilduð þið verða lamdir í hausinn af Fáfnisógeðunum. Svarið ykkar væri örugglega: ,,Nei."

Jóhann Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 14:39

3 Smámynd: Ásta Björk Solis

Eg er alveg sammamala ther Bjorn og thettad er akkurat thad sem eg hef verid ad segja vid  folk her uti jafnt sem a Islandi,mer finnst thettad mannrettindabrot.Og hvernig er thad er Island byrjad ad gera bakgrunnar rannsoknir a sumu af thessu folki sem er her(loglega)ef ekki aettu theirad byrja a thvi eins og skot og visa ollum sem eru med ohreyna sakarskra ur landi thegar i stad.Kanski gaetu glaepirnir minnka mikid ef thad vaeri gert.

Ásta Björk Solis, 7.3.2009 kl. 15:25

4 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Björn- ég bara gæti ekki verið meira sammála þér. Hvað sem A-Evrópuglæponum líður þá er þetta hreint og klárt mannréttindabrot. Við VERÐUM að taka þá áhættu að taka á móti fólki sem einhverjir gætu etv. hræðst eða þótt framandi eða sem eru í félagasamtökum með einhverjum sem eiga sakaferil að baki.

Jóhann Ingi - Það er algerlega ósatt að Vítisenglarnir séu dæmdir ofbeldismenn og fíknifefnasalar. Það er alger fásinna að halda því fram yfir línuna. Eru rotin epli - Já það kann vel að vera. Helmingur allra - Það kann vel að vera. Hvað sem því líður þá verður í minnsta lagi að gera HREINA OG KLÁRA GREIN FYRIR hverri einustu þessarra frávísana. Það eru alls ekki góð rök að segja að Fáfnir ætli að verða að systursamtökum annarra mótorhjólaeigenda. Það er EKKERT að því sem slíku.

Að láta þetta liggja svona óútskýrt og gera ráð fyrir því að fólk eigi bara að treysta löggunni lætur þetta lykta af paranoiu og aumingjaskap. Ef fyrir þessu eru eðlilegar ástæður viljum við fá að vita hverjar þær eru því þessu fólki er vísað frá í okkar nafni.

Rúnar Þór Þórarinsson, 7.3.2009 kl. 18:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband