20.2.2009 | 23:04
Lítil staðreynd
Reyndar er þungarokk sú tónlist sem líkust er klassískri tónlist að uppbyggingu. Sama lag getur byrjað adagio, breyst yfir í allegro, largo millikafli.... þið skiljið hvert ég er að fara. Ég hef sjálfur samið klassísk lög og mér finnst lítill munur á því og að semja metal. Söngvarinn hjá okkur er fyrrum óperusöngvari( Ólafur Árni Bjarnason) og við vorum einmitt að ræða þetta um daginn. Hlustið á hina yndislegu Opeth til að sannfærast.
Klassík eða rokk? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mikið til í því. Aðalatriðið í mínum huga er að tónlistin hafi eitthvað að segja á einn hátt eða annan. Það getur verið örvandi eða róandi, pólitískt eða kynlífsættað, eða annað í þeim dúr.
Jafnvel tónlist sem grípur mann ekki á nokkurn hátt heldur líður hjá getur átt það til að skapa einhverskonar samhengi eða form sem maður vinnur og hugsar í yfir daginn.
Ég hef t.d. nýverið komist á bragðið með ákveðna tegund tónlistar þar sem ekkert er sungið heldur ókennilegum hljóðum raðað saman eftir talsverða tölvuvinnslu í tónverk. Þetta hefur auðvitað oft verið gert, en með tölvutækninni og þróuðum hljóðvinnsluaðferðum finnst mér sem þessir hlutir séu að ná nýjum hæðum, en mér fannst forverarnir vera óttalegir gutlarar og hugsa meira um tækin en hvað tónlistin var í raun að gera í huga hlustandans.
Rúnar Þór Þórarinsson, 25.2.2009 kl. 16:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.