Ég velti fyrir mér...

Hvort ekki hefði verið betra að annað hvort kjósa strax þegar upp úr stjórnasamstarfinu slitnaði eða að láta nýju ríkisstjórnina sitja út þetta kjörtímabil. Það er lítið annað í gangi á þingi en kosningakítingur og almennt skítkast. Ekki má svo gleyma hinni skemmtilegu íþrótt" að kasta steini úr glerhúsi" sem er líka stunduð nokkuð grimmt á Alþingi þessa dagana. Spurning hvort að við Íslendingar gætum ekki gert góða hluti ef sú íþrótt yrði innleidd á Olympíuleikana.

Hlutirnir verða að fara að ganga hraðar fyrir sig.


mbl.is Taugaveikluð ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Það er náttúrulega fáránlegt hversu hægt gengur í sumum málaflokkum, en líka dagljóst hverjir standa fyrir málþófi og bulli. Sjallarnir eru önnum kafnir við að ata aðra út í skít og ég sé ekki betur en eins og fyrri daginn sé aðalatriðið ekki hvað sé þjóðinni fyrir bestu heldur hvernig þeir geti tryggt sér völd og sínu fólki peninga og eignir.

Það er reyndar með ólíkindum hversu miklu þessu minnihlutastjórn hefur komið til leiðar á þeim þremur vikum - 15 vinnudögum síðan hún tók við - í öllu því mótlæti sem hefur verið í gangi og að þurfa að reiða sig á atkvæði fólks sem er er ekki í stjórn.

Alveg finnst mér t.d. með ólíkindum að hvert einasta atriði eiginlega sem Sjálfstæðismenn eru að gaula um núna eru hlutir sem þeir höfðu í mörgum tilvikum áraraðir að einbeita sér að á meðan þeir voru í stjórn, en gerðu ekki. Hversvegna skyldu þeir hafa veikt fjármálaeftirlitið, skorið niður hjá samkeppnisstofnun og kallað Steingrím aumingja og afturhaldskommatitt fyrir að vara við útþenslu bankanna?

Veistu, að maður verður svo ógeðslega pissed off við þetta að mann langar að eyðileggja eitthvað... hana nú, einn blýantur farinn!

Rúnar Þór Þórarinsson, 25.2.2009 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband