Kvikmyndir: Let The Right One In.

Sænska hrollvekjan Let The Right One In fjallar um Oskar sem er 12 ára strákur í úthverfi Stokkhólms. Hann er lagður í einelti í skólanum og þráir hefnd. Þegar 12 ára stelpa að nafni Eli flytur við hliðina á honum og lík fara að hrannast upp taka málin óvænta stefnu. Eli kemur nefnilega bara út þegar dimmt er orðið.

Þessi mynd er hreint stórkostleg og í raun er það mikil einföldun að kalla hana hrollvekju þar sem hún er miklu meira en það. Það er hægt að túlka hana á marga vegu og leikur þessara krakka er ótrúlega góður. Ég ætla ekki að túlka hana hér til að skemma ekki neitt fyrir þeim sem ætla að sjá hana.

Tónlistin er einnig gríðarlega góð og skapar mikla stemmningu.

Ég sökk inn í Let the right one in og er enn á kafi tveimur dögum seinna.

**** af 4


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Hlakka gríðarlega til að sjá þessa mynd. Trailerinn var alveg svakalegur.

Rúnar Þór Þórarinsson, 27.4.2009 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband