21.5.2009 | 16:45
Nekt í leikhúsi?
Hvað með nekt í leikhúsum? Ef þetta verður leyfilegt þar þá verður lítið mál að skrifa smá handrit og flokka Goldfinger sem leikhús. ÞIÐ VERÐIÐ AÐ GERA EITTHVAÐ Í ÞESSU STRAX. BANNA LÍKA NEKT Í BÍÓMYNDUM. ÞETTA ER ÞAÐ MIKILVÆGASTA SEM ÞINGMENN EIGA AÐ VERA AÐ SPÁ Í Á ÞESSUM TÍMUM!!!! Það er gott að sjá að þingmenn eru með forgangröðunina í lagi. Við munum kanski öll missa heimilin okkar og vinnuna en það verða alla vega engir stripparar að gera okkur öllum lífið leitt
Vilja banna nektarsýningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er nú samt reginmunur á Lýsiströtu eða Garðveislu hinsvegar eða annarsvegar dansatriði frá Goldfinger.Allt annað andrúmsloft og aðdragandi nektarinnar.
hordur halldorsson (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 17:00
hvað varð um frelsið?? mér finnst stripplingarnir so fínir :)
Jón Steinar Magnússon, 21.5.2009 kl. 18:02
Reyndar er þetta með leikhúsið kaldhæðni og aðallega ætlað til að sýna fram á þann fáránleika sem forgangsröðun þessara þingmanna er. Þetta þing á að einbeita sér að því að bjarga þjóðinni frá gjaldþroti en ekki vera að spá i einhverjum konum sem tína af sér spjarirnar á einhverri skítabúllu í Kópavogi.
Ég verð bara fjúkandi vondur þegar ég les um svona bull.
Björn Þór Jóhannsson, 21.5.2009 kl. 19:36
Segjum tveir - Frábær færsla hjá þér Björn, svona bull á að fjalla um á lægri stigum löggjafans. T.d. yfir kaffibolla hjá aðstoðarmönnum ráðherra!
Kjánalegt að vera að eyða tíma í svona rugl. Þetta eru ekki geimvísindi.
Rúnar Þór Þórarinsson, 25.5.2009 kl. 15:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.