Færsluflokkur: Bloggar

YESSSSS

Nú þarf ég ekki að hafa áhyggjur af því að ráfa ráðvilltur inn á Goldfinger þegar ég er búinn að missa íbúðina!
mbl.is Alþingi bannar nektardans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sprotafyrirtæki

Hvernig væri að stjórnvöld hjálpuðu þessu fólki með útflutning frekar en að handtaka það. Látum Hollenska og Breska dópista borga upp Icesave frekar en börnin okkarDevil . Útrásarvíkingarnir gætu hjálpað til með því að leyfa afnot af görninni á sér við dreyfinguna. Það komast örugglega nokkur kíló í Sigurj........ þið skiljið hvað ég á við. Operation Vörn í Görn.
mbl.is Kannabisræktun upprætt í nágrenni Blönduóss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ja hvur andsk....

Það verður allt morandi af frökkum í Vík í Mýrdal.
mbl.is Fá rigningardagana endurgreidda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nekt í leikhúsi?

Hvað með nekt í leikhúsum? Ef þetta verður leyfilegt þar þá verður lítið mál að skrifa smá handrit og flokka Goldfinger sem leikhús. ÞIÐ VERÐIÐ AÐ GERA EITTHVAÐ Í ÞESSU STRAX. BANNA LÍKA NEKT Í BÍÓMYNDUM. ÞETTA ER ÞAÐ MIKILVÆGASTA SEM ÞINGMENN EIGA AÐ VERA AÐ SPÁ Í Á ÞESSUM TÍMUM!!!! Það er gott að sjá að þingmenn eru með forgangröðunina í lagi. Við munum kanski öll missa heimilin okkar og vinnuna en það verða alla vega engir stripparar að gera okkur öllum lífið leitt
mbl.is Vilja banna nektarsýningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nokkrar vangaveltur og spurningar.

Ég vil byrja á því að votta þessari stúlku samúð mína. Þetta er hræðilegur verknaður í alla staði.

Ég renndi í gegnum hinar færslurnar um þessa frétt og fólk er reitt og heimtar þyngri dóma fyrir kynferðisglæpi. Það er eitt sem mig langar að vita( og ég er ekki að meina illt með þessu) og það er hvort einhver sem þetta les geti sagt mér hvort þyngri dómar hafi dregið úr nauðgunum í öðrum löndum? Ef það hefur gert það þá á að sjálfsögðu að þyngja dóma. Svo er þetta í mörgum tilfellum orð á móti orði ef um litla eða enga áverka er að ræða.

Ef nauðgarar vita að þeir fái 16 ár ef þeir náist, eru þeir þá líklegri til að drepa fórnarlambið? Ef menn hafa miklu að tapa, eru menn líklegri til að reyna að hylja spor sín?

Það er margt sem þarf að huga að og laga þegar kemur að svona málum. Fyrir rúmlega þremur árum framdi íslenskur maður viðbjóðslega nauðgun og fékk síðan að ganga laus á meðan málið var tekið fyrir í hæstarétti og framdi aðra enn viðbjóðslegri nauðgun á meðan. Hann hafði einnig gerst sekur um líkamsárás og húsbrot. Þarna var greinilegt að um hættulegan mann var að ræða en samt var hann látinn ganga laus. Af hverju er réttur glæpamanna mikilvægari en fórnarlamba??!

Svo eru það skaðabæturnar. Hvað ef þessir menn eiga ekki neitt? Hvernig er þetta innheimt? Ég bara þekki þetta ekki.

Svo er það þetta með erlenda ríkisborgara sem brjóta af sér hér. Fyrir þjófnaði og innbrot ætti að vísa þeim beint úr landi að mínu mati. Það er algjör óþarfi að sóa peningum í réttarhöld. En með ofbeldisglæpi er þetta flóknara. Fólk vill sjá refsingu sem hæfir glæpinum.

Endilega tjáið ykkur og komið með hugmyndir um hvernig eigi að nálgast þetta EN munum þó og virðum að menn eru saklausir þar til sekt er sönnuð og þetta tiltekna mál er enn í rannsókn.

 


mbl.is Lögreglan rannsakar nauðgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tónleikar: Opeth í Starland Ballroom, New Jersey

Ég og Alexander sonur minn skelltum okkur til New York í síðustu viku til að sjá og heyra tónleika Opeth í Starland Ballroom. Starland er vinalegur tónleikastaður sem stendur nokkuð afkskekkt í Sayreville á New Jersey,við hliðina á nokkuð stórum bílakirkjugarði. Við Alexander vorum mættir frekar snemma og nutum veðurblíðunnar( rigning en mjög hlítt). Það var nokkuð gaman að fylgjast með gestum mæta. Þarna voru hillbillies á pickupum, hinir hefðbundnu rokkarar og allt þar á milli.

 

Norska sveitin Enslaved hituðu upp og voru nokkuð þéttir. Gítarleikararnir mættu þó reyna að aðskilja sándin sín betur því þeir runnu svolítið saman. The Watcher stóð uppúr enda frábært lag þar á ferð.

 

Spennan í salnum var gríðarleg  meðan beðið var eftir Opeth. Þeir voru ekkert að láta bíða eftir sér og mættu á svið um leið og búið var að fjarlægja græjur Enslaved og ganga úr skugga um að allt væri tengt og vel sándandi. Opeth voru þéttari en andskotinn og þessir gaurar kunna á hljóðfærin sín. Ég hef séð ýmislegt um ævina t.d. Guns ´n´Roses( orginal line up), Megadeth, Kiss, Iron Maiden, Metallica, Rammstein, Korn og fleiri og fleiri EN Opeth jarðar þetta allt saman og ég held að það eina sem getur toppað þetta eru þeir sjálfir. Þeir renndu í lög af öllum plötunum fyrir utan Orchid. Ghost of Perdition var stórkostlegt. Lotus Eater, The  Leper Affinity, Credence, Closure,A Fair Judgement voru á listanum. Allt óaðfinnalegt. Mikael Akerfeldt er mikill brandarakall á milli laga og gerði mikið grín að hetjum New Jersey;  Sprinsteen, Skid row og Bon Jovi. Þetta voru fullkomnir tónleikar og eins og ég hef lengi sagt: Það eru bara til 2 gerðir af fólki, fífl og þeir sem elska Opeth.


Kvikmyndir: Let The Right One In.

Sænska hrollvekjan Let The Right One In fjallar um Oskar sem er 12 ára strákur í úthverfi Stokkhólms. Hann er lagður í einelti í skólanum og þráir hefnd. Þegar 12 ára stelpa að nafni Eli flytur við hliðina á honum og lík fara að hrannast upp taka málin óvænta stefnu. Eli kemur nefnilega bara út þegar dimmt er orðið.

Þessi mynd er hreint stórkostleg og í raun er það mikil einföldun að kalla hana hrollvekju þar sem hún er miklu meira en það. Það er hægt að túlka hana á marga vegu og leikur þessara krakka er ótrúlega góður. Ég ætla ekki að túlka hana hér til að skemma ekki neitt fyrir þeim sem ætla að sjá hana.

Tónlistin er einnig gríðarlega góð og skapar mikla stemmningu.

Ég sökk inn í Let the right one in og er enn á kafi tveimur dögum seinna.

**** af 4


Tækifæri

Hér er komið frábært tækifæri fyrir ákveðinn pastor í ákveðnu trúfélagi, sem ekki er þó lengur til( að ég held), að hasla sér völl í því sem hann hefur í alvöru áhuga á. Það mundi örugglega "stanna" vel þarna inni.
mbl.is Danskt kynlífssafn gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undarlegt

Mér finnst svolítið undarlegt að stöðva menn sem ekki eru eftirlýstir og jafnvel, í einhverjum tilvikum, ekki á sakaskrá. Hér var dælt inn fólki frá Austur Evrópu til að vinna störf sem við nenntum ekki að vinna og margir þeirra voru eftirlýstir og með langa sakaskrá. Einn var að mig minnir eftirlýstur fyrir tvöfalt axarmorð. Ef við viljum vernda borgarana þá verður það sama að ganga yfir all sem hingað koma, ekki bara þá sem klæða sig í leðurjakka og keyra um á mótorhjóli.

Mér finnst mun mikilvægara að þeir sem hingað koma til að vinna og búa hér þurfi að hafa hreynt sakavottorð en þeir sem koma hingað yfir eina helgi.

Það má vel vera að Hells Angels séu allir glæpamenn en við höfum samt hleypt mun verra fólki inn í landið en þeim.

Ég er sjálfur með hreina sakaskrá;).


mbl.is 12 vísað frá landinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég velti fyrir mér...

Hvort ekki hefði verið betra að annað hvort kjósa strax þegar upp úr stjórnasamstarfinu slitnaði eða að láta nýju ríkisstjórnina sitja út þetta kjörtímabil. Það er lítið annað í gangi á þingi en kosningakítingur og almennt skítkast. Ekki má svo gleyma hinni skemmtilegu íþrótt" að kasta steini úr glerhúsi" sem er líka stunduð nokkuð grimmt á Alþingi þessa dagana. Spurning hvort að við Íslendingar gætum ekki gert góða hluti ef sú íþrótt yrði innleidd á Olympíuleikana.

Hlutirnir verða að fara að ganga hraðar fyrir sig.


mbl.is Taugaveikluð ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband