Færsluflokkur: Bloggar
20.2.2009 | 23:04
Lítil staðreynd
Klassík eða rokk? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.2.2009 | 19:55
Húrra!
Þrefalt húrra fyrir VÍS. Níðast á lömuðu barni sem að auki missti systur sína í slysinu sem það lamaðist í. Gott hjá þeim. VÍS missa einn kúnna á mánudaginn. Ég ætla ekki að vera viðskiptavinur barnaníðinga.
Ég skora á alla að gera slíkt hið sama.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
19.2.2009 | 18:21
Alveg ótrúlegt!
Alveg er það merkilegt að heyra af greiðslum Fjármálaeftirlitsins til skilanefnda bankanna. DV talar um 25.000 á tímann á mann!!! Fjármálaeftirlitið svarar því til að okkur komi ekki við hvað þetta er mikið en að 25.000 sé allt of há tala........................ stöldrum aðeins við hérna.
AF HVERJU Í ANDSKOTANUM KEMUR OKKUR EKKI VIÐ HVAÐ OKKAR SKATTPENINGAR ERU NOTAÐIR Í??!!
Það á ekki að geta ríkt launaleynd þegar um er að ræða almannafé. Ef FME getur ekki drullast til að segja okkur hvað þetta er mikið, þá eru 25.000 rétt tala fyrir mér.
SKAMMIST YKKAR.
Og þeir sem eru svo siðlausir að þiggja svo há laun frá þjóð sinni, sem er í jafn miklum vanda og raun ber vitni, eru aumir Íslendingar.
Við höfum rétt á að vita allt um hvað okkar skattpeningar fara í og sá flokkur sem vill tryggja það í komandi kostningum á mitt atkvæði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.2.2009 | 18:29
Enda er hann sláandi líkur......
Tarantino elskar Latabæ! | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2009 | 22:56
Eurovision
Íslendingar virðast ekki alveg skilja þessa keppni. Þetta er ekki spurning um lag. Þetta er spurning um atriði, útlit og að vera í eins litlum fötum og mögulegt er, án þess að vera kærður. Svo getur líka verið gott að láta Ólympíumeistara á skautum dansa á sviðinu.
Við gætum gert þetta líka. Við eignuðumst Ólympíumeistara í fyrra. Nei ekki var það handboltalandsliðið. Ekki frjálsíþróttafólkið. Það var kokkalandsliðið sem vann fyrir aðalrétt( ef ég man rétt). Spurning um að sleppa sellóleikaranum og hafa einhvern myndarlegan landsliðskokk í g-streng einum fata að steikja lambakjöt á sviðinu. Best væri ef hann gæti líka sungið bakraddir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.2.2009 | 13:36
Fréttavikan
Þetta hefur verið ógeðfelld vika svo ekki sé meira sagt. Hryllilegir skógareldar í Ástralíu voru fyrirferðamiklir enda mikill harmleikur þar á ferð.
Hér heima var annar harmleikur ekki síður fyrirferðamikill. Hræðilegt barnaníðingsmál þar sem faðir var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að svívirða þriggja ára dóttur sína. Alltaf koma svona dómar mér jafn mikið á óvart. Það þarf að endurskoða refsirammann fyrir svona glæpi. Þegar foreldrar fremja svona glæpi gegn börnum sínum eiga dómarnir að vera enn harðari en ella.
Simbabve er ávallt áberandi í fréttunum hjá RÚV. Líkleg ástæða er að það er eina landið í heiminum sem er í dýpri skít en við. Ég á allavega erfitt með að finna aðra ástæðu fyrir þessum mikla fréttaflutningi.
Sorglegt og átakanlegt var að fylgjast með máli Birgis Páls. Rangur maður, á röngum stað ,á vitlausum tíma( í vitlausu húsi). Þessi dómur er ekkert annað en djók hjá frændum okkar. Líklega erfitt að fara út í deilu við færeyinga þar sem við erum að hluta til á spenanum hjá þeim eftir að þeir lánuðu okkur eftir hrunið. Ég veit að það getur verið erfitt að eiga vini sem eru í miklu rugli og það er hægara sagt en gert að segja til þeirra þegar þeir brjóta lög.
Annars er þetta mín fyrsta bloggfærsla (EVER) og vonandi verð ég duglegur. Ég ætla að reyna að vera ekki með hroka og hleypidóma sem mér hættir oft til í daglegu lífi. Með von um líflegar og skemmtilegar umræður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)