15.2.2009 | 22:56
Eurovision
Íslendingar virðast ekki alveg skilja þessa keppni. Þetta er ekki spurning um lag. Þetta er spurning um atriði, útlit og að vera í eins litlum fötum og mögulegt er, án þess að vera kærður. Svo getur líka verið gott að láta Ólympíumeistara á skautum dansa á sviðinu.
Við gætum gert þetta líka. Við eignuðumst Ólympíumeistara í fyrra. Nei ekki var það handboltalandsliðið. Ekki frjálsíþróttafólkið. Það var kokkalandsliðið sem vann fyrir aðalrétt( ef ég man rétt). Spurning um að sleppa sellóleikaranum og hafa einhvern myndarlegan landsliðskokk í g-streng einum fata að steikja lambakjöt á sviðinu. Best væri ef hann gæti líka sungið bakraddir.
Athugasemdir
Það væri gaman að sjá það ;) Bwahahahahahaha
Emma Vilhjálmsdóttir, 16.2.2009 kl. 00:03
Já það hefur mikill viðbjóður runnið til sjávar síðan að ICY tríóið fóru með alla sína axlarpúða til bergen um árið.
Í dag er þessi austurevrópska hommahátíð búinn að ná alveg nýjum hæðum/(lægðum) í yfirborðskenndri færibandamúsík,eða eins og Máni á x-inu sagði einhverntíman "við skulum ekki gleyma því að helförin,barnaklám og eurovision eru allt partur af vestrænni menningu".
Hann aldeilis hitti naglan á höfuðið þar.....;)
Lúðvík Þórir Guðmundsson (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 13:46
Hvað meinarðu! Þessi hápunktur vestrænnar menningar er þess valdandi að... nei bíddu við. Þetta orsakar ekki neitt og hlýst af peningaeyðsluþörf Evrópskra sjónvarpsstöðva!
Held það sé kominn tími til að Bubbi fari í þetta. Hann gæti rotað þulina og stafsett BOMBA í beinni.
Það væri í takt við álit útlendinga á Íslendingum.
Rúnar Þór Þórarinsson, 25.2.2009 kl. 17:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.